Stjarnan sigraði FSU í fyrri undanúrslitaleik Lengjubikarkeppni karla fyrr í kvöld á heimavelli þeirra síðarnefndu, í Iðu á Selfossi, með 91 stigum gegn 81. Stjarnan er því komin í úrslit keppninnar, en í úrslitaleiknum munu Garðbæingar leika við sigurvegara seinni undanúrslitaleiks þessa kvölds, Þór frá Þorlákshöfn eða Hauka úr Hafnarfirði.

 

 

Stjarnan, að fordæmi Justin Shouse, skrefinu á undan í annars jöfnum og spennandi leik. Fyrsti leikhlutinn endar í 25-31. Þar sem þó, bæði lið virðast vera að spila af mikilli ákefð og trú.

 

 

Leikurinn í járnum í öðrum hlutanum. FSU setja nokkra risastóra þrista, á meðan að Stjarnan spilar helst til agaðri sóknarleik. Munurinn kominn í 11 stig þegar að liðin halda til búningsherbergja í hálfleik fyrir gestina úr Garðabæ, 39-50.

 

Hjá heimamönnum var það Christopher Anderson sem að var atkvæðamestur með 12 stig og 4 fráköst, á meðan að fyrir gestina úr Garðabæ var það Justin Shouse sem að dróg vagninn með 17 stigum, 4 fráköstum og 2 stoðsendingum.

 

 

 

Hálfleiksræða þjálfaranna hlýtur að hafa verið einhver. Því í þriðja leikhlutanum settu bæði lið í lás varnarlega. Í heildina aðeins 9 stig skoruð í hlutanum, en hann endaði í stöðunni  45-43 fyrir heimamönnum.

 

Í lokaleikhlutanum gerðu heimamenn svo sínar lokaatlögur að sigri í þessum leik, en allt kom fyrir ekki. Stjarnan sigldi góðum 10 stiga sigri, 81-91, heim í höfn og mæta því annaðhvort Þór Þorlákshöfn eða Haukum frá Hafnarfirði í úrslitum Lengjubikars þessa árs á morgun.

 

Maður leiksins var gamla kempan, Justin Shouse, sem virðist hreinlega ekki líta út fyrir að vera enn einu árinu eldri, en hann skoraði 24 stig, tók 5 fráköst og gaf 2 stoðsendingar á þeim 31 mínútum sem hann spilaði í leiknum.

 

Myndasafn #1 (Bára Dröfn)

 

Myndasafn #2 (Davíð Eldur)

 

Tölfræði

 

Snapchat, myndir, viðtöl, & umfjöllun / Davíð Eldur, Bára Dröfn & Elín Lára