Ægir Þór Steinarsson lék ekki með Íslandsmeisturum KR þegar röndóttir bættu enn einni rós í hnappagat sitt með því að verða meistari meistaranna eftir sigur á Stjörnunni.

Landsliðsmaðurinn fylgdist með af tréverkinu en hann hvíldi þennan leik vegna smávægilegra nárameiðsla. Ægir sagði við Karfan.is að þetta væri ekki neitt sem aftraði því að hann gæti spilað í fyrsta mótsleik á föstudag þegar KR heimsækir einmitt Stjörnuna í Ásgarð.