Borgnesingar komust í kvöld inn í 16 liða úrslit í Poweradebikarkeppni karla með sigri á Fjölni. Á tíma var útlitið svart hjá Skallagrímsmönnum en í síðari hálfleik mokuðu þeir sér leið upp úr djúpri holu og lönduðu 96-93 sigri á Fjölnismönnum. Jean Rony Cadet var atkvæðamestur í liði Skallagríms í kvöld með 31 stig, 19 fráköst og 5 stoðsendingar en hjá Fjölni var Collin Anthony Pryor með 20 stig, 9 fráköst og 5 stoðsendingar. 

Við vöknuðum af værum svefni í þriðja leikhluta,“ sagði Finnur Jónsson þjálfari Skallagríms við Karfan.is í kvöld. „Vissulega var margt sem mátti betur fara en ég var hrikalega ánægur með hvernig við hrukkum í gang sem lið á báðum endum vallarins. Nokkur stór „play“ litu dagsins ljós og sérstaklega varnarlega í lokin sem voru undirstaðan að þessum sigri. Þetta var sigur sterkrar liðsheildar sem hefur verið grimm á frjálsíþróttavellinum síðan 1. júní.“

Tölfræði leiksins

Myndir/ Ómar Örn Ragnarsson