Landsliðskonan Sigrún Sjöfn Ámundadóttir hefur samið við Grindavík um að spila með liðinu í Domino's deild kvenna í vetur. Þetta kom fram í tilkynningu sem birt var á Facebook síðu kkd. Grindavíkur nú fyrir skömmu. Sigrún spilaði 2 leiki fyrir Skallagrím í 1. deild kvenna á þessari leiktíð og var með 31,5 stig að meðaltali í leik auk 8,5 frákasta. Á síðust leiktíð lék hún með Norrköping Dolphins í sænsku deildinni.

 

Tilkynning körfuknattleiksdeildar kkd. Grindavíkur í heild sinni:

 

"Það er okkur Grindvíkingum gífurleg ánægja að kynna til leiks Sigrúnu Sjöfn Ámundadóttur. Það vita allir sem fylgjast með körfubolta hér á landi hversu öflug hún er. Þetta teljum við vera loka púslið í kvennalið okkar og stefnan ætti að teljast nokkuð augljós. Við ætlum að gera atlögu að öllum þeim titlum sem í boði eru. Við bjóðum hana velkomna til leiks."

 

 

Mynd:  Facebook síða kkd. Grindavíkur.