Samkvæmt öruggum heimildum hefur Pieti Piokola og aðstoðarmanni hans verið sagt upp störfum sem þjálfarateymi Tindastóls.  Ekki hefur náðst í Stefán Jónsson formann hjá þeim Sauðkrækingum en sömu heimildir herma að nú standi yfir fundur með leikmönnum og stjórn.  Síðasta hálmstrá Pieti hefur verið tapleikur Tindastólsmanna gegn Haukum á heimavelli í gærkvöldi en liðið er með 50% vinningshlutfall eftir fjórar umferðir, unnið tvo og tapað tveimur. 

 

Pieti staðfestir þetta með Facebook færslu þar sem hann segir meðal annars að það var gott að vinna með strákunum og gaman að kynnast íslenskri menningu sem er einstök.  Búast má við tilkynningu um málið frá Tindastól á morgun. Nýr þjálfari þeirra mun svo sannarlega eiga ærið verkefni fyrir höndum þar sem nú taka við tveir leikir gegn Njarðvíkingum (Bikar og deild)