Hvað ætli leikmenn setji á fóninn rétt fyrir leik?

 

Við fengum leikmann Grindavíkur, Ómar Örn Sævarsson, til þess að ljóstra upp fyrir okkur hvaða lög það væru sem hlustað væri á til þess að koma sér í gírinn.

 

Grindavík tekur á móti Snæfell í 4. umferð Dominos deildar karla kl.19:15 í Mustad Höllinni.

 

Áður höfðum við fengið lista frá:

Magnúsi Þór Gunnarssyni

Oddi Péturssyni

Baldri Þór Ragnarssyni

 

 

 

Ómar:

"Góður maður sagði einusinni við mig "you look good, you feel good, you feel good, you play good". Þannig að þetta er mottó sem að ég hef tekið með mér í alla þá leiki sem ég spila. 'Eg þarf ekki að hafa áhyggjur af því að " look good" þannig að playlistinn minn er aðalega hugsaður til þess að koma mér í "feel good" hugarástand."

Nas – The messege
-Þetta var eitt af fyrstu rapplögunum sem ég gat hlustað á 10 sinnum í röð án þess að skipta yfir á annað lag.

Xzibit – Paparazzi
-Þessu lagi var algjörlega nauðgað út í Svíþjóð þegar að við strákarnir í 9.fl ÍR urðum Scania Cup meistarar. Meistarinn Hreggviður (Reggie Mack) mætti með gettóblasterinn sinn út og spilaði þetta lag stanslaust frá því að við komum út og þanngað til að við komum heim. Fyrsti titillinn minn og þetta lag kemur mér alltaf á þann stað aftur.

Tove Lo – Stay high (Hippie sabotage remix)
-Þetta lag kemur körfubolta ekkert við, ég kemst bara alltaf í gott stuð þegar ég heyri það. Hvort sem ég er að fara að spila eða bara að kíkja á strákana.

Wiz Khalifa – Black and yellow
-Ekki mikill Wiz Khalifa aðdáandi en þetta ég syng alltaf með viðlagi í þessu lagi. Breyti bara alltaf "black and yellow" yfir í "blue and yellow"

XXX Rotweiler hundar – Gemmér
-Verð alltaf geðveikt peppaður þegar ég heyri þetta lag, langar til að segja að það sé útaf því að ég er úr Breiðholtinu. En þar sem að ég ólst upp í Seljarhverfinu þá á þetta betur við þá sem eru voru hinumegin við Breiðholtbrautina (fyrir þá sem þekkja ekki Breiðholtið þá á ég við Fellin)

Úlfur Úlfur – Brennum allt
Var ekki búinn að hlusta mikið á þessa stráka þanngað til að ég fór í æfingarferð til Barcelona núna um daginn. Ég get þakkað ungu strákunum í liðinu mínu fyrir að updeita mig aðeins á rappsenunni hérna heima. Takk fyrir Dj SexyMix.

Amity Affliction – Open letter
-Þetta er lag sem líklega fæstir körfuboltaunnendur þekkja, en ég get lofað ykkur því ef að þið smellið þessu í eyrun á ykkur fyrir leik þá takið þið amk 3 fleiri fráköst (og fáið 5 villur).

Rammstein – Mutter
-Hérna er ég farinn að gíra mig aðeins niður, það er fátt verra en að mæta of tjúnaður í leik. Maður þarf að finna sinn gullna meðalveg og þetta lag nær mér alltaf aðeins niður áður en ég byrja á teygjum.