Oddur Benediktsson hefur tekið við þjálfun meistaraflokks Hamarskvenna af Daða Steini Arnarssyni. Oddur var aðstoðarmaður Daða sem hætti af persónulegum ástæðum sagði Lárus Ingi Friðfinnsson formaður KKD Hamars í samtali við Karfan.is nú í morgun.
Oddur verður áfram með stúlknaflokk félagsins sem og meistaraflokkinn en þetta verður í fyrsta sinn sem hann stýrir úrvalsdeildarliði. Odds bíður ærinn starfi en Hvergerðingar eru á botni Domino´s-deildar kvenna án stiga.