Karfan.is og Sena gefa eitt eintak af leiknum NBA 2K16 á PlayStation 4. Það sem við viljum að þið gerið er að setja mynd eða myndband af ykkur á Instagram og merkja hana #Karfan2K16 og @Karfan_is. Myndin þarf aðeins að vera tengd körfubolta, NBA eða NBA 2K leiknum.

 

Takið mynd eða myndband af ykkur í körfubolta, með körfubolta, að spila NBA 2K, búið til leikmann NBA 2K leiknum og látið gera kúnstir. Þetta takmarkast aðeins við hugmyndaflug ykkar og körfuboltann. Við lokum fyrir 23. október nk. og þá mun Karfan.is svo velja út nokkar myndir eða myndbönd og láta ykkur svo velja það besta þar úr.

 

NBA 2K16 er sá allra besti í seríunni til þessa. Allt hefur verið tekið í gegn. Grafík, stjórnun, hæfni leikmanna og gervigreind leiksins. MyCareer hamurinn hefur verið umturnað og nú er hann með söguþræði þar sem leikmaðurinn þinn byrjar í menntaskóla. Hann velur sér háskóla og fer svo í nýliðavalið þar sem frammistaða þín á vellinum ræður því hvenær þú verður valinn. Leikstjórinn Spike Lee stýrir þessu svo öllu. Möguleikarnir eru endalausir og takmarkast aðeins við sköpunargáfu þína.