Haukur Helgi Pálsson spilaði sinn fyrsta deildarleik með Mitteldeutscher BC í þýsku Bundesligunni. Leikurinn var gegn Phoenix Hagen en hann lauk með sigri Hagen, 72-79.

 

Haukur Helgi spilaði 32 mínútur eða langmest allra leikmanna MBC, en hann endaði með 11 stig og 8 fráköst í leiknum. Haukur skaut 2/6 í þriggja stiga skotum en 4/11 í heildina. Landsliðsmaðurinn okkar stal einnig 2 boltum og varði 4 skot en hann endaði með framlagsstuðulinn 17 sem var næst hæst leikmanna MBC. Sjáið myndbrot úr leiknum hér að neðan.

 

Myndbrot úr leiknum

Tölfræði leiks

 

Mynd: Haukur Helgi Pálsson í leik MBC og Phoenix Hagen. (Matthias Kuch)