Jonathan Mitchell verður fjarri góðu gamni í kvöld þegar ÍR tekur á móti Stjörnunni í Domino´s-deild karla. Mitchell sem fékk blóðtappa í kálfa á dögunum er ekki leikfær í kvöld og sagði Bjarni Magnússon þjálfari ÍR við Karfan.is að hann ætti heldur ekki von á því að Mitchell yrði klár á sunnudag þegar ÍR mætir Stjörnunni aftur en þá í bikarnum á útivelli.

Daði Berg meiddist í síðustu viku og lék ekki með ÍR gegn Grindavík og sagði Bjarni líklegast að hann yrði klár eftir eina til tvær vikur. 

Mynd/ Sunnlenska.is – Mitchell fær aðhlynningu í Iðu.