Hvað ætli leikmenn setji á fóninn rétt fyrir leik?

Við fengum leikmann Keflavíkur, Magnús Þór Gunnarsson, til þess að ljóstra upp fyrir okkur hvaða lög það væru sem hlustað væri á til þess að koma sér í gírinn.

Þess má geta að stórleikur Njarðvíkur gegn Keflavík hefst í Ljónagryfjunni kl. 19:15 í kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

 

 

 

Magnús:

"Það sem er efst i minningunni er "Life is life"… Það var spilað fyrir okkur i Evrópukeppninni þegar við vorum þar og það brást aldrei. Þá meina ég aldrei. Sverrir Þór Sverrisson var besti maður eins leiksins. Hann elskar þetta lag og við spiluðum alltaf vel þegar við heyrðum það. 

Annars er ég með mitt eigið. Þegar ég labbaði inn í klefa þá var það Rihanna "shine bright like a diamond" á hjá mér. 

Annars er ég mikið að vinna með Úlf Úlf þessa dagana. "Brennum allt", "100.000", "Ég er farinn" og "Á meðan ég er ungur með Emmsje Gauta". S/o á þá!! 

12:00, "Ekki segja neinum" hljómar lika hjá mér.

"Gemmér" með Rottweiler er næst síðasta lagið sem ég hlusta á áður en eg fer i upphitun og það síðasta er "Not afraid" með Eminem

Lagið sem við strákarnir i Kef eigum er "Worst Behavior" með Drake. Þetta erum við bunir að gera að laginu okkar og það hentar okkur mjög vel! Mothaf*%#* never loved US!!"