Fjórum umferðum er lokið í Domino´s-deild kvenna. Þó stöðutaflan sýni að ekki hafi öll lið leikið fjóra leiki þá er vert að hafa í huga að í hverri umferð situr hjá eitt lið. Í þessari fjórðu umferð fæddist t.d. fyrsta þrennan í úrvalsdeild kvenna en hana á Helena Sverrisdóttir. Stalla hennar Pálína María Gunnlaugsdóttir er engu að síður Lykil-maður umferðarinnar eftir útisigur Hauka í Keflavík.

Pálína fór mikinn gegn fyrrum liðsfélögum sínum í Keflavík með 37 stig í leiknum, 6 fráköst, 1 stoðsendingu og 31 í framlag. Hún gerði 25 stig í fyrri hálfleik og er Lykil-maður 4. umferðar. 

3. umferð: Lykilmaður umferðarinnar – Chelsie Alexa Schweers 
2. umferð: Lykilmaður umferðarinnar – Bryndís Guðmundsdóttir
1. umferð: Lykilmaður umferðarinnar – Helena Sverrisdóttir