Lamar Odom er kominn til meðvitundar en hann hafði verið í dái eftir að hafa fundist meðvitundarlaus í vændishúsi í Nevada í síðustu viku. Odom er farinn að tala í heilum setningum og farinn að senda textaskilaboð, eftir því sem haft er eftir ónefndum aðila á spítalanum.

 

Nánast öll eiturlyf sem til eru auk stinningarlyfja fundust í blóði Odom eftir atvikið en hann hafði eytt yfir 9 milljónum króna í fjörið á vændishúsinu. 

 

Cavaliers leikmaðurinn JR Smith fór heldur betur fram úr sér þegar hann sendi út skilaboð á Instagram um að hann óskaði Odom hvíld í friði en hann hafði þá misskilið fréttir af heilsu Odom.