Lovísa Falsdóttir leikmaður Keflavíkur mun taka sér frí frá körfuboltanum í það minnsta þangað til í Janúar vegna anna í námi en hún stundar flugnám hjá Keili Flugakademíu. "Ég kem ekki til með að spila allavega þangað til í Janúar. Ég er í vinnu og svo í flugnáminu og það tekur gríðarlegan tíma þannig að eitthvað þurfti að víkja." sagði Lovísa í samtali við Karfan.is

 

"Námið er strembið, tekur tíma og það var orðið mikið púsluspil að ná að láta þetta allt virka saman. Námið krefst mikilar einbeitningu og ég vil ekki að karfan sé að trufla það." bætti Lovísa við. 

 

Lovísa spilaði ekki með liðinu í nýliðinum Lengjubikar þar sem Keflavík tapaði í úrslitum fyrir Haukum en á síðasta tímabili en á síðasta tímabili spilaði hún 31 leik fyrir Keflavík og skoraði í þeim 3 stig að meðaltali á leik.