Nú styttist í innansveitarkróniku þeirra Njarðvíkinga og Keflvíkinga í Domino´s-deild karla. Montrétturinn fyrir jól er í húfi. Keflvíkingum hefur farnast vel í Ljónagryfjunni upp á síðkastið, unnu deildarviðureignliðanna á síðustu leiktíð 74-86 eftir að hafa stungið af snemma leiks.

Tímabilið þar á undan höfðu Keflvíkingar einnig sigur en það var í spennuslag, 85-88. Keflvíkingar hafa því unnið síðustu tvo deildarleiki liðanna í Njarðvík en frá árinu 2009 hafa liðin jafnt, unnið fjóra leiki hvert í Ljónagryfjunni. Bæði lið hafa unnið tvo fyrstu leiki sína á tímabilinu til þessa og ljóst að eftir kvöldið verða aðeins tvö taplaus lið eftir í deildinni en Grindvíkingar tróna á toppi deildarinnar með þrjá sigra.

Þá skal þess getið að Suðurnesjaliðunum var ekki spáð sérstöku gengi á tímabilinu en fara þó betur af stað en flestir. 

Mynd/ nonni@karfan.is – Mikið mun mæða á unga leikstjórnandanum Jóni Arnóri Sverrissyni í kvöld.