Valskonur hafa fengið til liðs við sig erlendan leikmann að nafni Karisma Chapmann en hún er 24 ára framherji og kemur úr Háskólanum í Alabama.  Chapmann hefur þegar leikið tvo æfingaleiki fyrir Val og skilað góðum tölum, 24 stig, 10,5 fráköst og 3.5 varin skot á leik.  Það verður því áhugavert að sjá hverju þessi leikmaður bætir við hópinn hjá Val í vetur.