Boras Basket vann áðan stóran og öruggan 82-106 sigur á ecoÖrebro í opnunarumferð sænsku úrvalsdeildarinnar. Jakob Örn Sigurðarson nýr liðsmaður Boras var stigahæstur í leiknum með 24 stig.

Jakob var 8/10 í teignum, 1/3 í þristum og 5/5 af vítalínunni. Jakob var einnig með 2 fráköst og eina stoðsendingu og einn stolinn bolta. 

Úrslit kvöldsins í Svíþjóð

ecoÖrebro 82-106 Boras
Lulea 79-73 KFUM Nassjo
Södertalje 79-66 Uppsala