Jakob Örn Sigurðarson verður í eldlínunni í kvöld þegar hann leikur sinn fyrsta leik með Boras Basket í FIBA Europe Cup. Boras tekur þá á móti FoxTown Cantu en bæði lið leika í E-riðli.

Leikurinn fer fram kl. 19:00 að sænskum tíma eða kl. 18:00 að íslenskum tíma. Ásamt Boras og FoxTown Cantu eru tvö önnur lið í riðlinum en þau eru STB Le Havre frá Frakklandi og ECE Bulls Kapfenberg frá Austurríki en FoxTown Cantu er frá Ítalíu svo það er nokkuð ferðalag framundan í keppninni hjá landsliðsmanninum Jakobi. 

E-riðill

 
TEAM
P
W/L
F/A
PTS
1.
0
0/0
0/0
0
2.
0
0/0
0/0
0
3.
0
0/0
0/0
0
4.
0
0/0
0/0
0