Boras Basket hófu þátttöku sína í FIBA Europe Cup með látum í kvöld þegar FoxTown Cantu kom í heimsókn til Svíþjóðar. Jakob Örn Sigurðarson og félagar í Boras höfðu öruggan sigur í þessum fyrsta leik riðilsins, lokatölur 101-81 Boras í vil.

Jakob átti þrælflottan leik með 21 stig, 1 frákast og 2 stoðsendingar en hann setti niður þrjú af fjórum þriggja stiga skotum sínum og var 5/9 í teignum. Stigahæstur í liði Boars var Omar Kreyem með 32 stig. 

Tölfræði leiksins