Lokadagur annarar umferðar í grísku bikarkeppninni var í gær þar sem Hörður Axel Vilhjálmsson og félagar í Trikala biðu lægri hlut gegn Faros Keratsiniou, 82-67. Hörður spilaði með að þessu sinni og skoraði 11 stig þ.a. 9 úr þriggja stiga skotum.

Þá er ferðalag beggja íslensku leikmannana lokið í grísku bikarkeppninni en Sigurður Þorsteinsson og félagar í Doxa Pefkon féllu úr leik á fyrsta degi annarar umferðar eins og áður hefur komið fram.

8 liða úrslitin hefjast á miðvikudaginn eftir viku þar sem Aris tekur á móti AEK, risarnir Olympiacos og Panathinaikos mætast, Faros Keratsiniou mætir Nea Kifisia og PAOK mætir Rethymno Cretan Kings.