„Bracey setti rosalega stór skot niður,“ sagði Ingi Þór Steinþórsson þjálfari Snæfells eftir góðan sigur Hólmara á Grindavík í kvöld. Ingi kvaðst stoltur af sigrinum og sagði stig kvöldsins vera algert dýnamít fyrir Snæfellsliðið.