Hörður Axel Vilhjálmsson lék í kvöld sinn fyrsta leik í tékknesku deildinni með Nymbruk er liðið heimsótti Lions Hradec á útivöll. Hörður og félagar fóru með stóran og öruggan 66-92 sigur af velli þar sem Hörður gerði 5 stig.

Hörður kom inn af bekknum í þessum fyrsta leik en lék í tæpar 26 mínútur og skoraði 5 stig, var 1-1 í teignum og 1-4 í þriggja. Þá var hann einnig með 5 fráköst og 3 stoðsendingar. 

Flest lið í tékknesku deildinni hafa nú leikið fjóra deildarleiki en þetta var aðeins annar leikur Nymbruk sem hefur unnið þessa tvo leiki og er á toppnum ásamt BK Opava sem unnið hefur fjóra fyrstu leiki sína. 

Staðan í tékknesku úrvalsdeildinni

tabulka
1. ?EZ Basketball Nymburk 2 2 0 202:155 100.0
2. BK Opava 4 4 0 326:285 100.0
3. BK JIP Pardubice 4 3 1 306:286 75.0
4. BOHEMILK Tu?i Svitavy 4 3 1 276:292 75.0
5. BK ARMEX D??ín 3 2 1 234:190 66.7
6. BK Lions Jind?ich?v Hradec 4 2 2 315:328 50.0
7. NH Ostrava 3 1 2 201:199 33.3
8. SLUNETA Ústí nad Labem 3 1 2 225:250 33.3
9. USK Praha 4 1 3 274:283 25.0
10. BC GEOSAN Kolín 4