FSu vakti athygli á undirbúningstímabilinu fyrir vasklega framgöngu. Þar á bæ er Erik Olson við stjórnartaumana en hann stýrði liðinu upp um deild eftir sigur á Hamri í oddaleik 1. deildar á síðasta tímabili. Tímabilið í ár verður það þriðja sem FSu mun taka þátt í úrvalsdeild en 2008-2009 og 2009-2010 lék liðið fyrstu tvö árin sín í deild þeirra bestu. Karfan.is tók púlsinn á Olson fyrir tímabilið. 

Leikmannahópur liðsins (komnir/farnir)

Komnir: 

Gunnar Harðarson KR, USA

Bjarni Gunnarsson Valur

Chris Caird Drake, USA

Chris Anderson LA Tech, USA

Farnir

Erlendur Stefánsson BHSU, USA

Fraser Malcolm BHSU, USA

Collin Pryor Fjölnir 

Hvernig hefur undirbúningur liðsins gengið í sumar og upp á síðkastið?
Verandi eitt af nýju liðunum í deildinni þurfum við að taka framförum sem einstaklingar strax í sumar sem og að taka framförum sem lið. Við fórum af stað á fullu snemma í ágúst og til þessa hefur okkur miðað vel áfram. Áskorunin við nýja leikmenn er alltaf sú að færa þá inn í hlutina sem liðið er að gera og fá þá til að standa undir þeim væntingum sem til þeirra eru gerðar. Þetta er ferli og við einbeitum okkur mikið að þessu ferli. Hingað til hafa nýju leikmennirnir komist vel frá sínu og strax fært liðinu ákveðin gæði og það verður að halda áfram svo árangur náist okkar megin. 

Komandi tímabil og væntingar þjálfara og liðsins til þess?
Núna hafa allir miklar væntingar til leiktíðarinnar og við erum engin undantekning. Við munum leggja áherslu á þá þætti sem við höfum stjórn á sem er að bæta okkur sem ein eining inni á vellinum. Sem lið höfum við háleit markmið og vinnuframlagið okkar verður að vera í samræmi við markmiðin. Framundan eru strembin kvöld, hæðir og lægðir en okkar tilfinning er sú að hæfileikarnir og leikaðferðirnar séu til staðar til þess að vera með samkeppnishæft lið og valda jafnvel smá usla í deildinni. 

Hvaða lið telur þú sterkust í dag fyrir mót?
Það er erfitt að svara þessari spurningu, þar sem KR eru meistarar síðustu tveggja ára eru þeir liðið til að vinna. Að þessu sögðu þá er alltaf pláss fyrir önnur lið til að hitna og ná í sigra jafnvel þó pappírarnir segi annað. Í deildinni verða nokkur mjög hæfileikarík lið og baráttan verður hörð fyrir alla þessa leiktíðina þar sem körfuknattleikurinn heldur bara áfram að taka framförum hér á landi. 

Liðsskipan FSu: 

Liðsskipan
 
Númer Nafn   Leikstaða Hæð Þyngd Fæðingardagur Fæðingarstaður Spilar frá
  US Framherji 16-08-1992 07-10-2015
    06-07-1995 07-10-2015
  IS Bakvörður 08-09-1996 07-10-2015
4 IS Bakvörður 174 cm 70 kg 23-08-1992 Stykkishólmur 07-10-2015
4   Bakvörður 20-04-1998 07-10-2015
7 IS Bakvörður 180 cm 22-01-1996 07-10-2015
9 IS Bakvörður 186 cm 86 kg 28-12-1989 Selfoss 07-10-2015
9 IS Framherji 190 cm 05-02-1998 07-10-2015
11 IS Miðherji 196 cm 06-08-1997 07-10-2015
11 IS Miðherji 200 cm 08-03-1988 07-10-2015
12 IS Miðherji 13-09-1994 07-10-2015
13