Sundsvall Dragons töpuðu gegn Norrköping í dag í sænsku deildinni, 73-69 og hafa nú unnið einn leik og tapað öðrum. Hlynur Bæringsson skoraði 14 stig fyrir Sundvall og tók 8 fráköst. Hlynur skaut 3/6 utan þriggja stiga línunnar en hann spilaði allar 40 mínútur leiksins.

 

Jakob Sigurðarson og Boras Basket taka svo á móti Malbas annað kvöld en Jakob er stigahæstur leikmanna Boras eftir einn leik með 24 stig.