Þó að NFL leikmenn séu mest í fjölmiðlum vegna heimilisofbeldis eða aksturs undir áhrifum vímuefna eru NBA leikmennirnir líklegri til þess að brjóta af sér ef marka má tölfræði sem tekin var saman um þetta efni. 

 

Þar kemur fram að 17 leikmenn í NBA deildinni voru handteknir á síðasta ári en það eru 3,8% af þeim 447 leikmönnum sem eru á samning í deildinni. Hlutfallið er 2,3% hjá NFL leikmönnum en miðað við það hlutfall eru það 550 leikmenn NFL deildarinnar handteknir fyrir akstur undir áhrifum af hverjum 100.000 saman borði við tæplega 2.000 á hverja 100.000 meðal almennings. 

Margir kenna glæpahneigð NBA leikmanna á bakgrunn þeirra og uppruna en 65% svartra NBA leikmanna koma frá millistéttum eða efri stéttum samfélagsins, á móti 90% hvítra NBA leikmanna.