Nýjasti liðsmaður Njarðvíkinga, Haukur Helgi Pálsson, var að vonum vonsvikinn með frammistöðu Njarðvíkinga í DHL-höllinni í kvöld. „Þurfum fleiri daga til að ég komist inn í þetta, læri á þá og þeir læri á mig.“

Aðspurður um hvernig honum finnist að vera kominn heim að spila í úrvalsdeildinni sagði Haukur það gaman en boltinn væri hraðari en hann væri vanur og því væri það ráð að komast í betra form.