Um helgina var leikin fyrsta umferð í 9. flokki drengja. B-riðilinn var leikinn í Kennaraháskólanum og enduðu leikirnir á  eftirfarandi hátt:

Ármann-Breiðablik 30-31

Haukar-Skallagrímur 39-22

Valur-Breiðablik 60-28

Ármann-Skallagrímur 42-43

Haukar-Valur 68-48

Skallagrímur-Breiðablik 41-22

Ármann-Valur 38-61

Haukar-Breiðablik 59-35

Valur-Skallagrímur 50-29

Haukar-Ármann 61-32

Haukar léku vel í mótinu og sigruðu nokkuð örugglega í öllum leikjum sínum. Þeir eru vel þjálfaðir, leika góðan sóknarleik, eru með góðan mannskap og stefna að því að standa sig vel í a-riðli í næstu umferð. Valsliðið átti einnig gott mót og lentu í öðru sæti, liðið er vel skipulagt, agað og vel þjálfað. Skallagrímur varð í þriðja sæti með tvo sigra og jafn mörg töp. Liðið var að leika ágætisbolta og er með nokkra efnilega leikmenn. Breiðablik náði að sigra Ármann í háspennuleik og ná þar með fjórða sætinu. Ármann tapaði öllum leikjum sínum og þar af tveimur með einu stigi. Það má því segja að heppnin hafi ekki verið með þeim þessa helgi og þeir verða því í c-riðli í næstu umferð.

Myndin er af Haukaliðinu.