Haukar sigruðu Keflavík í 4. umferð Dominos deildar kvenna með 88 stigum gegn 74 í TM Höllinni, rétt í þessu. Keflavík því búnar að sigra einn leik tímabilsins og tapa þremur, á meðan að þetta var fjórði sigur Hauka í jafn mörgum leikjum. 

 

 

Leikurinn byrjaði frekar betur fyrir gestina úr Hafnarfirði, en eftir 3. mínútna leik voru þær komnar með 5 stiga forskot 2-7. Þá spíttu Keflavíkurstúlkur heldur betur í lófana og náðu að setja af stað 16 stiga áhlaup, 18-7. Leikhlutinn kláraðist svo í 10 stiga forskoti Keflavíkur, 23-13.

 

Í öðrum leikhlutanum komu Haukar hinsvegar til baka og voru búnar að jafna leikinn þegar 2. var hálfnaður, 28-28. Má segja að þá hafi Keflavík tekið á annan sprett (41-30), sem Haukar svo svöruðu. Þegar að liðin héldu til búningsherbergja í hálfleik var munurinn aðeins 1 stig, 42-41.

 

Í fyrri hálfleiknum munaði mest um framlag Pálínu Gunnlaugsdóttur fyrir gestina (25 stig) á meðan að fyrir heimastúlkur var það Melissa Zorning sem dróg vagninn (21 stig).

 

Seinni hálfleikurinn var jafn og spennandi, en líkt og í þeim fyrri, skiptust liðin á áhlaupum. Þar sem að í enda þess 3. var staðan 62-63 og því mikil barátta í vændum fyrir lokaleikhlutann. 

 

Í lokaleikhlutanum virtust hlutskiptin þó önnur. Þar sem að áður í leiknum höfðu það oftast (fyrir utan fyrstu mínútur leiksins) verið heimastúlkur sem leiddu, tóku Hauar nú af skarið og voru skrefinu á undan allt fram til loka leiks. Leikurinn endaði svo með 14 stiga sigri gestana úr Hafnarfirði 74-88.

 

 

Maður leiksins var leikmaður Hauka, Pálína Gunnlaugsdóttir, en hún skoraði ein 36 stig og tók 6 fráköst á þeim 36 mínútum sem hún spilaði í dag.

 

 

 

Tölfræði

 

Myndasafn 

 

Umfjöllun, myndir, viðtöl / Davíð Eldur