Hvergerðingar eiga nú orðið fulltrúa í NBA deildinni en Devin Sweetney sem lék með Hamri tímabiið 2010-2011 er nú kominn á mála hjá Denver Nuggets. Sweetney sem boðið var í æfingabúðir Denver er nú kominn á leikmannalista félagsins.

Sweetney kom til Hamars í febrúar 2011 og lék sex leiki fyrir félagið þar sem hann var með 27,6 stig, 6,4 fráköst og 1,7 stoðsendingar að meðaltali í leik. 

Sweetney verður nr. 34 í herbúðum Denver en þessi 28 ára gamli leikmaður hefur komið víða við en ásamt því að leika á Íslandi með Hamri hefur hann leikið í Lettlandi, Japan, Kanada, Sviss og Dóminíska lýðveldinu. 

Karfan.is innti Ágúst Björgvinsson þáverandi þjálfara Hamars þegar Sweetney lék með liðinu hvort þetta væri hans fyrsti skjólstæðingur sem færi í NBA og játti Ágúst því. Vonum bara að þetta sé langt í frá sá síðasti.