Grindavík sigraði Stjörnuna í æsispennandi framlengdum leik í Domino's deild kvenna í gærkvöldi, 85-84. Það var Jeanne Sicat sem setti þriggja stiga körfu til að koma Grindavík einu stigi yfir þegar 15 sekúndur voru eftir af leiknum. Whitney Frazier skoraði 31 stig og tók 14 fráköst fyrir Grindavík en Chelsie Schweers skoraði 30 stig, tók 10 fráköst og gaf 7 stoðsendingar fyrir Stjörnuna.

 

Umfjöllun um leikinn er að finna á Grindavík.is.

 

Mynd: Hrund Skúladóttir skoraði 8 stig í leiknum. (Facebook síða Grindavíkurbæjar)