Um helgina fór fram fyrsta umferð í 8. flokki drengja. Leikið var í fjórum riðlum. Núna var leikið eftir nýju keppnisfyrirkomulagi. Búið er að leggja svokallað aukastig af sem lið fengu fyrir að nota 10 leikmenn í fyrri hálfleik. Þetta aukastig var búið að vera við lýði í íslenskum körfuknattleik í meira en 30 ár. Þetta þýðir að lið geta nú vera með aðeins fimm leikmenn í liði án þess að eiga hættu á að falla um riðil eða missa af efstu sætum. Sum lið nýttu sér þessa breytingu og voru með fleiri en eitt „fámenn“ lið í keppni þessa helgi á meðan önnur voru „föst“  í gamla fyrirkomulaginu.

A-riðilinn fór fram í Kennaraháskólanum. Fjölnir sem var hluta af síðasta vetri í b-riðli lék vel í mótinu og hafði sigur í öllum sínum leikjum. Fjölnisliðið lék skemmtilegan körfuknattleik og var með ágæta stóra menn og snjalla bakverði. Leikstjórnandi Fjölnis sem heitir Victor Steffensen lék vel í mótinu. Hann er með mikinn leikskilning og góða boltatækni. Valmenn áttu einnig gott mót og naumt tap gegn Fjölni  tók fyrsta sætið af þeim. Valsliðið er með marga skemmtilega leikmenn. Ármann tók þriðja sætið og áttu ágæta helgi. KR liðið náði einum sigri og forðaði sér frá falli. KR mætti með marga leikmenn í mótið, skipti leiktíma nokkuð bróðurlega á milli þeirra og kom það hugsanlega í veg fyrir hagstæðari úrslit. Íslandsmeistararnir frá því í vor töpuðu öllum sínum leikjum og leika í b-riðli í næstu umferð. Nokkuð var um förföll í Keflavíkurliðinu.

Umgjörð mótsins var ágæt hjá Ármenningum og þeir voru nokkuð snöggir að setja úrslit leikja inn á vefinn. Það er eitthvað sem sum önnur lið mættu taka sér til eftirbreytini.

Hér eru úrslit leikja:

B-riðillinn var leikinn í Smáranum. Skallagrímur/Reykdælir mættu með vel spilandi lið, unnu mótið og fara upp í a-riðil. Nokkur spenna var um fallið og var það hlutskipti UMFN að falla. ÍR vann c-riðilinn sem leikinn var á Akureyri og KFÍ tók d-riðilinn sem leikinn var á Ísafirði.

Myndin er af liði Fjölnis sem hefur tekið miklum framförum að undanförnu