Tveir ungir menn hafast nú við í Mieres í Asturias-héraði á Norður-Spáni. Þeir Sigvaldi Eggertsson og Ingimar Aron Baldursson æfa þar og spila með liðinu BVM2012. Þessir ungu herramenn eiga ekki langt að sækja fjörið á parketið en Sigvaldi er sonur Eggerts Maríusonar og Ingimar sonur Baldurs Inga Jónassonar. Karfan.is forvitnaðist um ævintýri þessarra ungu manna á Spáni.

„Við Sigvaldi vorum fengnir hérna til þess að æfa og spila með liðinu BVM2012 og erum báðir á samning sem byggist í raun og veru á þessu prógrammi sem við erum á. Aðstæðurnar eru mjög góðar og hefur liðið afar gott orðspor í bænum. Þjálfararnir eru allir reyndir og hafa þjálfað um allan heim, bestu dæmin eru örugglega Arturo Alvarez sem þjálfað hefur A-landslið Paraguy, sem og lið í efstu deild í Brasilíu og Marcos Santos sem þjálfaði Solna Vikings og þeir eru að þjálfa okkur báða. Liðið er með þrjú íþróttahús sem við höfum til afnota og með því eru líka tveir stórir lyftingarsalir,“ sagði Ingimar og umgjörðin er sterk. 

„Við höfum báðir 5 þjálfara, það eru aðalþjálfari flokkanna okkar, þjálfari eldri flokksins, þjálfari á morgunæfingum, styrktarþjálfari og svo aðstoðarþjálfarar á öllum æfingum. Æfingarnar eru erfiðar en góðar. Æfingarnar hérna eru svolítið öðruvísi heldur en heima að okkar mati,“ sagði Ingimar en þeir félagar eru hluti af „International Program“ hjá félaginu. 


(Ingimar t.v. og Sigvaldi t.h.)

„Hér eru leikmenn frá nokkrum þjóðum t.d. Brasilíu, Makedóníu, Bandaríkjunum og Paragvæ. Það er byggt upp svo að við æfum þrisvar sinnum á dag alla virka daga og svo spilum við um helgar. Leikirnir geta verið einn eða tveir á dag, þar sem við æfum báðir með liðum sem eru fyrir eldri leikmenn. En með þessu verðum við að stunda nám í skóla í bænum. Þar sem við fáum góða spænskukennslu og fleira. Sigvaldi æfir og spilar með sínum aldursflokki-undir 16 ára og líka með undir 18 ára liðinu og meistaraflokki,“ sagði Ingimar sem sjálfur æfir með undir 18 ára liðinu og karlaliði félagsins sem spilar í EBA deildinni þar sem m.a. Arnþór Freyr Guðmundsson hefur komið við sögu. 

„Þetta er afar spennandi og við erum að fá alveg einstakt tækifæri hérna. Það er náttúrulega frábært að geta farið og kynnst öðrum menningarheim bæði innan vallar sem og utan hans. Svo er þetta líka mjög skemmtilegt og krefjandi þar sem við fáum báðir að kljást við ný verkefni og fá ný hlutverk, sem er alltaf gott fyrir mann sem leikmann. Aðalmarkmiðið er auðvitað að ná sem mestum framförum á meðan við erum hér, held ég að við Sigvaldi séum sammála um,“ sagði Ingimar og kollegi hans Sigvaldi var ekki síður spenntur. 

„Mér finnst frábært a? vera kominn hinga? sérstaklega me? annan Íslending me? mér og þjálfara sem ég hef hitt á?ur og au?vita? hana mó?ur mína. Okkur líst vel á þetta. Þa? var teki? vel á móti okkur og bo?i? okkur í mat og miki? meira. Ég held vi? séum sammála því a? þetta er allt ö?ruvísi en heima á Íslandi og allt önnur menning þa? er allt jákvætt nema hva? fáir tala ensku. Annars erum vi? mjög spenntir fyrir öllu hérna,“ sagði Sigvaldi en það verður fróðlegt að sjá hvernig fram vindur hjá þeim félögum.