Körfuknattleiksdeild KR hefur ráðið Darra Frey Atlason sem þjálfara kvennaliðsins en Darri hefur verið áberandi í þjálfun hjá félaginu undanfarin ár. Hann þykir efnilegur þjálfari sem alinn er upp í félaginu og bindur félagið miklar vonir við störf hans með kvennaliðið. Eftir mögur ár er framundan mikil uppbygging þar sem byggt verður á leikmönnum úr öflugum yngri flokkum félagsins. Frá þessu er greint á Facebook-síðu KR.

Í frétt KR segir einnig:

Aðspurður kveðst Darri vera spenntur fyrir vetrinum, það hafi aldrei verið fleiri iðkendur í kvennaboltanum í KR og frammistaða yngri flokkana undanfarin ár hafi verið með besta móti. Þó svo að það hafi verið slæmt mál að missa alla þessa leikmenn sem byggt hafa liðið undanfarin ár þá gæti tímasetningin ekki verið betri þar sem núna eru til ungir leikmenn ur yngri flokka starfinu sem eru tilbúnir að taka við keflinu.

Darri Freyr mun vinna náið með Yngva Gunnlaugssyni sem hefur verið leiðandi afl í þjálfun yngri flokka kvenna undanfarin ár og hef körfuknattleiksdeildin bullandi trú á þeirra störfum í þágu kvennaboltans í KR.

Fyrsti heimaleikur verður laugardaginn 17.október þegar Þór Akureyri mætir í heimsókn