Hvað ætli leikmenn setji á fóninn rétt fyrir leik?

 

Við fengum leikmann Þórs úr Þorlákshöfn, Baldur Þór Ragnarsson, til þess að ljóstra upp fyrir okkur hvaða lög það væru sem hlustað væri á til þess að koma sér í gírinn.

 

Þór mætir liði FSU í Iðu í 4. umferð Dominos deild karla kl.19:15.

 

Áður Höfðum við fengið lista frá:

Magnúsi Þór Gunnarssyni

Oddi Péturssyni

 

 

 

Baldur:

"Er ekkert mikið í því að hlusta á tónlist til þess að peppa mig upp fyrir leiki. Er peppaður að eðlisfari og þarf ekkert sérstakt til að keyra mig í gang. En sú tónlist sem ég fýla mest er einfaldega harðkjarna rokk og hér fyrir neðan er nokkur lög sem gera allt vitlaust!!"

 

Cradle of filth – Nymphétamine

-Eðalstöff sem klikkar ekki ef þú ert alvöru rokkari. 

 

Skálmöld – Baldur

-Best lagið með Skálmöld. 

 

Dimma – Þungur Kross

-Þetta band er hrikalega flott.

 

Slipknot – Spit it Out

-Eitt gamalt og gott með Slipknot verður að vera á lista. 

 

Dimmuborgir – Gateways

-Norskur harðkjarni sem King Kunta er hræddur við.