Svendborg Rabbits hófu leik í dönsku úrvalsdeildinni um helgina og lögðu Hoersholm 79ers 77-74. Axel Kárason var í byrjunarliði Svendborgar og lék í tæpar 34 mínútur í leiknum.

Axel gerði 13 stig, tók 7 fráköst og stal 2 boltum í leiknum en stigahæstur kanínanna var Brandon Rozzell með 33 stig og 9 fráköst.

Sigur í fyrsta leik hjá Svendborg og Axel fer vel af stað með nýju liði en hjá Svendborg hittir hann fyrir landsliðsþjálfarann Craig Pedersen og meðreiðarsvein hans, Arnar Guðjónsson. 

Þá hefja Bakken Bears leik í kvöld en þar stýrir skútunni Israel Martin sem leiddi Tindastól í úrslit á síðasta tímabili. Bakken tekur þá á móti liði með athyglisvert nafn, Stevnsgade SuperMen…vissara fyrir Martin og félaga að hafa kannski „kriptonít“ meðferðis.

Úrslit fyrsta keppnisdags í dönsku úrvalsdeildinni:

2015-10-04 15:15 SISU 59:85 Team FOG Naestved Kildeskovs Hallen
2015-10-04 15:00 Horsens IC 88:63 Randers Cimbria Forum Horsens
2015-10-03 15:00 Svendborg Rabbits 77:74 Hoersholm 79ers Svendborg Idrætscenter