KKÍ langar að biðja alla stuðningsmenn íslenska landsliðsins frá EuroBasket í Berlín sem hafa áhuga að senda KKÍ nokkrar góðar ljósmyndir frá Berlín (3-5 til dæmis) í fullri upplausn sem hugsanlega gætu ratað í skemmtilegt verkefni sem verið er að vinna í.

Myndirnar gætu verið frá leikjunum sjálfum, áhorfendum, borginni Berlín, mannlífinu í kringum leikina og þess háttar, allt sem tengist veru ykkar og upplifun á EuroBasket.

Um er að ræða sögulega heimild um Evrópumótið og þátttöku Íslands á því. Ef þú vilt taka þátt í að varðveita sögu íslensks körfubolta og mögulega eiga myndir í verkefninu þá endilega sendu þínar myndir á netfangið kristinn@kki.is (með nafni höfundar) sem fyrst en jafnframt væri þar með gefið leyfi til að nota myndirnar í útgáfu og/eða prent í verkefninu.