Lið Aris Thessaloniki í gríska boltanum eru öllu jafnan vel studdir af stuðningsmönnum sínum. Í myndbandi sem gengur hratt um netheima sést hvurslags gríðarleg stemmning myndast á leikjum liðsins en sjón er sögu ríkari svo sannarlega í þessu tilviki. 

Aris er komið áfram í undanúrslit grísku bikarkeppninnar eftir sigur á AEK ásamt Panathinaikos, Faros Keratsiniou og PAOK.

Aris – AEK 64-61
Olympiacos – Panathinaikos 53-63
Faros Keratsiniou – Nea Kifisia 61-59 (56-56)
PAOK – Rethymno Cretan Kings 73-67