Karfan.is náði loksins í Bryndísi Guðmundsdóttir seint í gærkvöldi og baðst hún undan viðtali og sagðist ekkert ætla sér að tjá sig um þau mál sem er vörðuðu hana og Keflavík en fyrr um daginn hafði Margrét Sturlaugsdóttir sagt starfi sínu lausu hjá A-landsliðinu svo að Bryndísi líði vel á landsliðsæfingum. 

 

Bryndís hafði samkvæmt heimildum lagt fram þær kröfur þegar hún var hjá Keflavík að vera alltaf í byrjunarliði liðsins og spila vist margar mínútur í hverjum leik. Ásamt því vildi hún fá "sér meðferð" frá þjálfara liðsins og bannað var að öskra á hana af þjálfaranum.

 

Þessum kröfum sagði Margrét ekki geta samþykkt þó hún hafi verið tilbúin að ræða hluta af þeim.  Bryndís tjáði okkur að gærdagurinn hafi verið henni langur og erfiður og sem fyrr segir ætlar ekki að sjá sig.