Birgir Björn Pétursson hefur samið við UBC Münster í Þýskalandi um að leika með félaginu á komandi tímabili.
Birgir lék með KFÍ á síðasta tímabili og var með 18,1 stig og 12,5 fráköst per leik í deild og bikar. Hann skoraði mest 31 stig á móti Tindastól og tók mest 23 fráköst á móti Breiðablik.

Birgir hóf feril sinn hjá KFÍ en hefur einnig leikið með Þór Þorlákshöfn, Stjörnunni og Val. Hjá UBC Münster hittir hann fyrir Konrad Tota sem lék á Íslandi með Þór Akureyri og Skallagrím á árunum 2009-2011. UBC Münster leikur í Regionalliga West deildinni sem er fjórða efsta deild í Þýskalandi. 

Mynd/ Ingvi Stígsson