Fyrri vináttulandsleik Íslands og Hollands var enda við að ljúka í Þorlákshöfn þar sem íslenska landsliðið fór með stóran og öruggan sigur af hólmi. Lokatölur í Icelandic Glacial Höllinni voru 80-55 Íslandi í vil.

 

 

Haukur Helgi Pálsson átti flottan dag í íslenska liðinu með 23 stig, 9 fráköst og 3 stoðsendingar. Jón Arnór Stefánsson rauf ekki 1000 stiga múrinn með landsliðinu en hann gerði 15 stig, tók 7 fráköst og gaf 4 stoðsendingar en hann vantar nú aðeins 4 stig upp á að hafa gert 1000 stig fyrir íslenska A-landsliðið. Hlynur Bæringsson var með 13 stig, 9 fráköst og 4 stoðsendingar. 

Tölfræði leiksins

Nánar síðar….

Mynd/ skuli@karfan.is – Jón Arnór Stefánsson á ferðinni en fyrrum liðsmaður þeirra KR-inga, Jason Dourisseau er til varnar.