Öðrum vináttulandsleik Íslands og Hollands var að ljúka í Laugardalshöll og fóru gestirnir frá Hollandi með 65-73 sigur af hólmi. Hollendingar voru mun sterkari aðilinn í síðari hálfleik.

Ísland leiddi með eins stigs mun fyrir fjórða og síðasta leikhluta en Hollendingar unnu 10 síðustu mínúturnar 13-22. Jakob Örn Sigurðarson var stigahæstur í íslenska liðinu í dag með 17 stig og 3 fráköst og Haukur Helgi Pálsson gerði 13 stig og tók 4 fráköst.

Tölfræði leiksins