Piltarnir í U18 liði karla töpuðu síðasta leiknum í gær í B-deild Evrópukeppninar og luku þar með leik í 6. sæti. Síðasti leikurinn var gegn Ungverjum um 5. sætið í mótinu. Ungverjar tóku strax frumkvæðið í leiknum og viss þreyta virtist vera að plaga okkar menn. 12 stig skildu liðin eftir fyrsta fjórðung en Íslendingar náðu að minnka þann mun niður í 8 stig áður en hálfleiks bjallan hringdi.  Íslensku piltarnir komu sterkir inn í seinni hálfleik og minnkuðu muninn enn frekar niður en Ungverjar voru sterkir á lokasprettinum og silgdu 5. sætinu í land. 

 

Stigahæstur að þessu sinni var Jón Arnór Sverrisson sem hafði fram að þessu ekki spilað mikið en Jón nýtti sínar mínútur vel, skilaði 21 stigi, tók 6 fráköst og stal þremur boltum. Þórir Þorbjarnarson kom honum næstur með 20 stig í þessum leik.  Að loknum leik var svo Kristinn Pálsson útnefndur í 5 manna lið mótsins ásamt tveimur Ísraelum og Svíum en það voru einmitt Svíar og Ísraelar sem spiluðu til úrslita í mótinu og þar sigruðu Svíar með 1 stigi. Þess má geta að Íslendingar höfðu fyrr í mótinu sigrað lið Svía. 

 

Tölfræði leiksins