Íslensku u18 ára landsliðin verða á ferðinni í dag. Kvennalið U18 leikur sinn annan leik í B-deild Evrópukeppninnar sem fram fer í Búkarest en U18 karlaliðið er að berjast um 5. sætið í B-deildinni en mótið fer fram í Austurríki.

U18 karla
Ísland og England mætast í dag í baráttunni um 5.-8. sætið á mótinu. Leikurinn hefst kl. 20:15 að staðartíma eða kl. 18:15 að íslenskum tíma. Hinn leikurinn í baráttunni um 5.-8. sætið er viðureign Ungverja og Gerorgíumanna. Sigurvegarar úr þessum viðureignum mætast í slag um fimmta sætið á morgun, sunnudag. Tapliðin leika um sjöunda sætið. 

U18 kvenna
Ísland og Danmörk mætast í dag í Búkarest kl. 20:15 að staðartíma eða kl. 17:15 að íslenskum tíma. Ísland lá naumlega gegn Lúxemborg í fyrsta leik en Danir hófu riðlakeppnina með góðum 72-62 sigri gegn Grikkjum. Um hörkuleik verður að ræða hjá íslensku stelpunum í dag. 

Mynd/ Einar Árni og hans menn í U18 ára liði Íslands mæta Englendingum í dag.