Íslensku stúlkurnar í U18 liðinu töpuðu í gær gegn liði Danmörku, 55:47 eftir að hafa verið undir með 6 stigum í hálfleik. Stúlkurnar virtust varla vera vaknaðar þegar flautað var til leiks því þær náðu aðeins að skora 4 stig í fyrsta fjórðung og sú hörmung elti þær allt til loka leiks.  Í öðrum leikhluta spíttu þær í lófana og minkuðu muninn niður en þær náðu aldrei að brúa það bil sem myndaðist í þessum fyrsta leikhluta. Sylvía Hálfdánardóttir var stigahæst okkar leikmanna að þessu sinni með 12 stig og ofaná það hrifsaði hún 9 fráköst. 

 

Ísland leikur næst gegn Grikkjum. 

 

Tölfræði leiksins