Íslenska U18 ára landslið kvenna hafði í dag stóran og öruggan 64-22 sigur á Kýpur í B-deild Evrópukeppninnar. Að lokinni riðlakeppninni var ljóst að Ísland myndi berjast um 17.-20. sæti mótsins. Á morgun er frídagur hjá liðinu en á laugardag er leikið gegn Írum.

Þóra Kristin Jónsdóttir var stigahæst í íslenska liðinu í dag með 13 stig, 5 fráköst og 5 stolna bolta. Þá voru þær Irena Sól Jónsdóttir og Sylvía Rún Hálfdanardóttir báðar með 10 stig. 

Mynd/ GMB – U18 ára landslið Íslands stillti sér upp í höll Dinamo Búkarest.