U18 ára landslið karla lék nú í kvöld gegn liði Englendinga í milliriðli í Evrópukeppninni sem haldin er í Austurríki.  Íslensku piltarnir leiddu megnið af leiknum þrátt fyrir að vera langt frá því að spila sinn besta leik og 25 tapaðir boltar hjá liðinu segja alla þá sögu. Ísland náði með 19 stiga forskoti í stöðunni 65:46.  Í síðasta fjórðung gerðist liðið kærulaust og glopruðu niður frábærri forystu. Englendingar efldust með hverri körfunni og náðu að jafna leikinn í stöðunni 67:67 eftir að hafa skorað 21 stig gegn aðeins 2 stigum íslendinga. 

 

Á lokasprettinum var það Kristinn Pálsson sem var stigahæstur liðsins að þessu sinni með 18 stig sem keyrði að körfunni og skoraði kláraði af krafti og þrátt fyrir augljóst brot fékk hann ekkert fyrir sinn snúð. Englendingar reyndu svo hvað þeir gátu en náðu ekki að skora meira í leiknum og Kristinn setti svo niður tvö víti þegar fjórar sekúndur voru eftir og tryggði þar með sigurinn, 71:67. 

 

Tölfræði leiksins