U16 karla lið okkar Íslendingar lauk keppni nú í dag með leik gegn Rúmeníu og niðurstaðan var súrt en naumt tap.  79:72 varð lokastaða leiksins sem var hníf jafn allt frá fyrstu mínútu og nánast til loka. Mestur varð yfirhönd Íslendinga í leiknum 6 stig þegar þeir komust í stöðuna 31:25 í öðrum fjórðung. Jafnt var á öllum tölum hinsvegar í hálfleik þegar bæði lið höfðu skorað 34 stig.  Þriðji fjórðungur var hinsvegar eign Rúmeníumanna sem náðu sér í þægilegt forskot þar í stöðunni 48:55. Ekki nóg með það þá hófu Rúmeníu menn fjórða leikhluta með látum og skoruðu fyrstu 8 stig leikhlutans og komu sér fljótlega í stöðuna 48:63. 

 

Það verður hinsvegar seint sagt um þessa drengi að þeir gefist upp. Þeir klóruðu sig jafn harðan í bakkan og héldu í við og minnkuðu muninn niður í 9 stig þegar tæp mínúta var til loka leiks.  En Rúmenar voru sterkir og héldu út og kláruðu með sigri. 

 

Hákon Hjálmarsson var stigahæstur að þessu sinni með 16 stig og Gabríel Möller kom honum næstur með 15 stig. Einnig má nefna það að Sigmar Bjarnason tók með sér Ajax brúsann á leikinn og bónaði spjaldið með 16 fráköstum eða rúmlega helmingum frákasta liðsins í leiknum. Tapið þýðir að Íslendingar enda í 18. sæti á mótinu. 

 

Tölfræði leiksins.