Íslendingar sigruðu lið Luxemburg í gær með 72 stigum gegn 54 í síðasta leik milliriðilsins og þar með sigur í riðlinum tryggður. Íslendingar hófu leik af miklum krafti og í raun strax í fyrsta fjórðung var grunnurinn að sigrinum lagður með 16 stiga forystu og fanta góðum varnarleik. 15 stig skildu svo liðin í hálfleik eftir að Íslendingar höfðu aðeins slakað á klónni. Lux-arar komu svo ferskir inn í seinni hálfleik og börðust af krafti og uppskáru það að minnka muninn niður um 3 stig. En drengirnir skelltu í lás aftur í fjórða leikhluta og lönduðu huggulegum 18 stiga sigri. 

 

Hákon Hjálmarsson fór hreinlega á kostum í þessum leik og setti niður 28 stig og næstur honum var Nökkvi Nökkvason með 19 stig.  Strákarnir fá svo frí í dag, má gera ráð fyrir að þeir bregði á leik á SnapChat-i  Karfan.is og því hægt að fylgjast vel með deginum.  Undirritaður ætlar að tippa á að piltarnir skelli sér í hamborgara og fái sér einn "sveittann"

 

Tölfræði leiksins

 

Mynd/IÞS:  Drengirnir nú í morgunsárið að njóta morgunsins