Íslenska U16 ára karlalandsliðið hóf leik í dag í B-deild Evrópukeppninnar en mótið fer fram í Sofia í Búlgaríu. Fyrsti andstæðingur Íslands á mótinu var Portúgal og þeir portúgölsku höfðu betur 52-66.

Hákon Örn Hjálmarsson leiddi íslenska liðið með 28 stig í leiknum, 4 fráköst og 2 stolna bolta. Næstur Hákoni var Gísli Hallsson með 6 stig og 7 fráköst. Á morgun leikur Ísland gegn Svíþjóð og hefst leikurinn kl. 10:45 að íslenskum tíma. 

Nánar má lesa um leikinn hér á heimasíðu KKÍ

*Við vekjum líka athygli á því að U16 liðið hefur einnig aðgang að Snapchat-reikningi okkar á Karfan.is, fylgist með ævintýrum þeirra…notendanafn, karfan.is

Mynd úr safni/ Frá NM 2015