Ísland og Úkraína mættust í kvöld í hreinum úrslitaleik um hvort liðið færi í milliriðil þar sem leikið yrði um sæti 9-16 eða 17-24 í B-deild Evrópukeppni 16 ára landsliða. Úkraínumenn höfðu öruggan 82-61 sigur í leiknum og fara því áfram að leika um sæti 9-16 á mótinu.

Ísland leikur því um sæti 17-24 og mætir þar Hvíta-Rússlandi og Lúxemborg. Leikurinn gegn Hvít-Rússum er á miðvikudag en leikurinn gegn Lúxemborg á fimmtudag. 

Hákon Örn Hjálmarsson var atkvæðamestur í liði Íslands í dag með 17 stig, 8 fráköst og 3 stolna bolta. Næstur honum var Nökkvi Már Nökkvason með 16 stig og 2 fráköst. 

Tölfræði leiksins 

Mynd/ Frá NM 2015 úr viðureign Íslands og Danmerkur.